ÞIÐ TÓKUÐ ÞESSI LÁN SJÁLF!!! YKKAR HEIMSKA!!!!

Hvað er að fólki? Þetta er ekki neinum að kenna nema ykkur, eða öllu heldur okkur. Þið tókuð þessa ákvörðun að taka lán upp á fáránlega háar fjárhæðir, og þið ákváðuð að íslenska krónan væri "gömul og úrelt". Hvernig dettur ykkur í hug að einhver annar beri ábyrgð á ykkar ákvörðun? Þið þurftuð að kaupa hús upp á múlti-millur til að vera "inn" í samfélaginu.

Æi, fyrirgefiði, ég bara get ekki setið á þessari skoðun minni. Það fer virkilega í taugarnar á mér þegar er verið að grenja yfir eigin heimsku. Lesiði svo þessa grein, eða öllu heldur svörin við þessari grein. Þá sjáið þið viðhorfið gagnhvart okkur íslendingum, ekki ríkisstjórn, heldur okkur íslendingum persónulega:

 http://www.m5.is/?gluggi=frett&id=83607


mbl.is Hvetja þjóðina til greiðsluverkfalls
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyrðu góði, rólegur á ásökununum. Ég tók lán upp á 18 milljónir til að kaupa íbúð sem kostaði á sínum tíma 23 milljónir. Ég lagði 5 milljónir af eigin pening í eignina. Í dag stendur lánið í 27 milljónum og íbúðin í 18. Hvernig er þetta mín "eigin heimska"? Ég hef tapað öllu sem ég setti í íbúðina og ekki gerði ég neitt af mér. Ég var sjálfur búinn að vinna í henni og leggja pening og vinnu í hana til að gera hana upp. Þetta er það sem var í boði á sínum tíma og þú getur ekki ásakað fólk um að taka eðlileg lán sem að bólgnuðu svo út vegna agaleysis bankastjórnenda og aðgerðaleysis stjórnvalda.

lundi (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:09

2 identicon

Ekki það ég sé mikið inní þessu.

Bankinn borgar seljandanum 20 millur sem kaupandinn fékk lánað

Smátt og smátt er lánið búið hækka um 50% þá er lánið komið í 30 millur... Ég spyr afhverju fjandanum?

Anton. (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:15

3 identicon

Hefur þú leigið í dái eða kannski setið inni í einangrun mjög lengi, hefur þú ekki getað fylgist með arðráni ríkis og banka á heimilum landsins undanfarna mánuði....wake up... Valgeir

Viktor (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 09:19

4 Smámynd: Sigurbjörg Kristmundsdóttir

sumar færslur eru ekki þess virði að svara þeim.

Sigurbjörg Kristmundsdóttir, 23.6.2009 kl. 10:47

5 identicon

Skrítið að sumum finnst það sjálfsagt að íbúðalánaskuldarar þurfi að standa undir endurreisn bankakerfisins með því að þurfa að greiða þessum stofnunum margar milljónir í VIÐBÓT við það sem fólk fékk lánað. Er það sanngjarnt að þínu mati að verðtryggt íslenskt lán fyrir venjulegri 3ja herb. íbúð í blokk sé að hækka um hundruðir þúsunda á mánuði og að 20 milljón króna lán geti á stuttum tíma farið í 30 mílljónir.

Það voru alls ekki allir sem "keyptu hús á múltimillur" eins og þú segir Valgeir. Margt fólk keypti sér hóflega íbúð, þak yfir höfuð barna sinna. Þessu fólki á núna að blæða út og missa allt sitt vegna BANKAHRUNS sem það átti enga sök á.

Margrét Ólafsd. (IP-tala skráð) 23.6.2009 kl. 15:24

6 identicon

Þettað er nú allt svo sem gott og blessað, þannig lagað séð. Það er þó eitt að bögglast fyrir mér, er hugmyndin sú , að "ríkið" það er skattgreiðendur, eigi að greiða niður lán þeirra sem ekki kunnu fótum sínum forráð í "góðærinu" og ætluðu að hagnast á því, en þeir sem voru forsjálir og með nokkurn vegin heilbrigða hugsun, verða að borga báða brúsanna ? Skoðum málið. Maður sem fer af stað og tekur lán með þeim hætti sem hefur verið lýst hér á undan, kaupir 50. mil. hús og tekur 45.mil. að láni og"lendir í því" að lánið hækkar í samræmi við lánssamninginn, verður alveg stein hissa á að þurfa að standa við samninginn, þó hann hafi sjálfur leitað eftir láninu og skrifað undir, alveg blá edrú og með fulla geð heilsu. Svo er hinn sem var að stækka við sig, kaupir hús á 50. mil. tekur 10.mil að láni með sömu kjörum og hinn. lánið hækkar í sama hlutfalli og hjá "gamblernum" en það talar enginn um að það sé óréttlátt að hann þurfi að greiða af sínu láni samkvæmt lánssamningnum. Hann á sem sé að greiða sitt lán að fullu og af því að hann lét skynsemina ráða og hafði "borð fyrir báru" í sínum málum, þá þaarf hann einnig að greiða niður hluta af láni "gamblersinns" Finnst ykkur sem ætlið ekki að borga , þetta sangjarnt eða eðlilegt ?

Siggi (IP-tala skráð) 25.6.2009 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Valgeir Árnason

Höfundur

Valgeir Árnason
Valgeir Árnason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband