334 dauðir? þetta er fullkomnega öruggt.......

Skemmtileg frétt. Hún er sett upp eins og hún eigi að upphefja þetta vopn, en, segir 334 dauða eftir notkun þess.....magnað......
mbl.is Ný Taser-byssa kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú verður að spyrja þig hversu margir væru dauðir ef þessi byssa væri ekki til.

Ef þetta væri ekki notað í þeim tilvikum sem á við þyrfti að nota skotvopn sem er miklu betra eða?

Davíð Már Steinarsson (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 20:30

2 Smámynd: Páll Ingi Pálsson

Svipað margir og deyja ÁRLEGA á ÍSLANDI vegna reykinga, samt seljum við rettur í sjoppum og flestum er skítsama.

Held að þú sért nokkuð save í kring um þessar byssur.

Páll Ingi Pálsson, 27.7.2009 kl. 20:39

3 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Hún er sett upp eins og hún eigi að upphefja þetta vopn, en, segir 334 dauða eftir notkun þess.....magnað......

334 dauðir út frá gömlu útgáfunni.

Verð að vera sammála Davíð hér, hversu margir væru dauðir ef þessar raf-byssur hefðu ekki verið í notkun.

Halldór Björgvin Jóhannsson, 27.7.2009 kl. 23:02

4 Smámynd: Sjóveikur

það eru ekki byssurnar sem eru vandamálið, heldur fáráðarnir (taugahrúgurnar) sem eiga að bera þær, samanber gassprautulýðinn, það er engin framför í því að vopna fólk, skítur sækir skít heim, svo er nú það

Æl segir sjoveikur

Sjóveikur, 27.7.2009 kl. 23:22

5 identicon

er það ekki bara álíka mikið og af svínaflensunni.

Bragi (IP-tala skráð) 27.7.2009 kl. 23:23

6 identicon

mér hefur nú skilist að Taser byssur hafi ekki drepið neinn þegar þeim er rétt beitt. Það er auðvitað hægt að drepa fólk með öllu,kylfum,gasi og berum höndum. Ég mundi nú frekar vilja fá þetta í mig enn byssukúlu frá lögguni það er á tæru!

óli (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 01:08

7 Smámynd: Sjóveikur

er það alveg borin von að ræða málin við löggur í dag, eða eru ekki lengur gerðar kröfur á að þeir geti talað við fólk  "ég vildi heldur fá þetta í mig en byssukúlu" svakalegur snati ertu greiið

Vopnlausa þjóð eða algjöran hernað  sjoveikur

www.icelandicfury.com

Sjóveikur, 28.7.2009 kl. 03:39

8 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"þegar þeim er rétt beitt"?

Málið er að svo virðist sem löggur fái einmitt að heyra að þetta sé hættulaust. Sumir þeirra hafa jafnvel fengið stuð í þjálfunarskyni, en átta sig ekki á muninum á milli þess að stuða lögreglumann í góðri þjálfun í öruggu umhverfi og því að stuða manneskju sem ekkert er vitað um, en gæti verið t.d. léttari en lögreglumaðurinn giskar á, hjartveik, með adrenalínið á fullu, undir áhrifum lyfja, eða á annan hátt veik fyrir. 

"Dr. Zian Tseng said any normal, healthy person could die from a Taser jolt if the shock was given in the right area of the chest and during the vulnerable point in the beating of the heart. He said the number of jolts a person receives increases the likelihood he or she will suffer serious health problems.

He stressed the risk of death is far greater if there is adrenaline or illicit drugs coursing through the body, or if the person has a history of heart or other medical issues, and he said that more real-world studies are needed on the use of the weapon, instead of using healthy police officers to test the device.

Tseng said that when he started researching Tasers three years ago and made his findings public, he was contacted by Taser International officials, who asked him to reconsider the statements he was making to the media.

"They even offered to support [my] research, to give me grant funding," Tseng said, adding he declined the offer in order to remain independent."

Þetta kom fram við Braidwood-yfirheyrslurnar, sem snúast um dauða Roberts Dziekański, en hann lést eftir að lögregla gaf honum stuð fjórum eða fimm sinnum. Atvikið sem leiddi til stuðsins var ekki svo alvarlegt að réttlætanlegt hefði þótt að beita skotvopnum, og jafnvel ekki bareflum. Lögreglan ákvað þó að beita rafstuði, og nýlega hafa komið fram gögn sem benda til þess að lögreglumennirnir hafi verið búnir að ákveða að nota Taser áður en þeir mættu á staðinn. Þar að auki athuguðu þeir ekki einu sinni hvort maðurinn væri lífs eða liðinn, og lífgunartilraunir voru þ.a.l. ekki gerðar fyrr en 15 mínútum seinna, þegar sjúkraliðar mættu á svæðið.

Þannig að það má segja að fullyrðingin hér að ofan sé rétt, ef "rétt notkun" á Taser felst eingöngu í að beita honum gegn fullkomlega heilbrigðu fólki, í stýrðu umhverfi, þar sem eitt stuð er gefið í einu (ekki í bringu), og sá sem beitir vopninu er þrautþjálfaður - bæði í notkun þess og fyrstu hjálp.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.7.2009 kl. 08:27

9 identicon

Það eru alltaf og verða alltaf inn á milli einstaklingar sem sleppa inn í lögregluna herinn, strætóbílstjórar og þingmenn sem ættu að vera gera eitthvað annað, en við þessar aðstæður sem lögreglann vinnur við getur enginn sem ekki hefur prófað vitað um brjálæðið sem þessir menn vinna við, og það er nóg fyrir mig til að réttlæta notkun á þeim tækjum sem til eru til að verja sig og aðra.

Það er ótrúlegt að lesa skrif þeirra sem horfa með fyrirlitningu á lögreglumenn og halda að þeir séu allir sadistar. þeir sem gera það ættu að taka eina vakt um helgi með þessum mönnum.

Óskar (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 10:52

10 identicon

Tinna: Þú ert ein af þeim sem étur hræðsluáróðurinn hráann. Hvergi hefur annar eins sirkus verið settur á svið eins og þessi rannsókn á dauða Roberts Dziekański. Það er ekkert sem bendir til að Taser sé hættulegri hjartveikum en almenn átök við lögreglumenn.

Ég legg til að áhugasamir sem eru tilbúnir að kynna sér annað en hræðsluáróður skoði þessa síðu hjá bandaríska dómsmálaráðuneytinu þar sem raunverleg Taser-tilfelli í (óstýrðu umhverfi) voru rannsökuð. 

Beggi (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 10:57

11 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Beggi: ertu virkilega að halda því fram að það sé hjartveikum jafn hættulegt að lenda í "almennum átökum" (hvernig sem þau eru annars skilgreind) við lögreglumenn, og að fá 50.000 volta rafstraum í gegnum sig, jafnvel allt að 20 sinnum í röð?

Hvernig færðu það út að  Braidwood sé "sirkus"?

"The purported safety margins of CED deployment on normal healthy adults may not be applicable in small children, those with diseased hearts, the elderly, those who are pregnant and other at-risk individuals. The use of a CEDs against these populations (when recognized) should be avoided, but may be necessary if the situation excludes other reasonable options." (Feitletrun mín)

Þetta er einmitt tekið af síðu NIJ

Lestu síðan umfjöllun Amnesty um Taser.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 28.7.2009 kl. 12:20

12 identicon

Þetta Taser-drasl er viðbjóður.

Það er að vissu leiti rétt hjá Begga að rannsóknin á dauða Pólverjans hafi verið sirkus, en þó ekki eins og hann heldur. Það kom nefninlega í ljós að lögreglan hafði logið út og suður um þetta mál. Ekki aðeins lögreglumennirnir sem drápu manngreyið, heldur einnig yfirmenn þeirra sem gerðu hvað er þeir gátu til að leyna upplýsingum.

Því var logið til að maðurinn hefði ráðist að lögreglunni en það var afsannað þegar upptaka af atburðinum var birt. Lögreglumenirnir afsökuðu sig með því að segja að þeim hefði mis-minnt atburðinn. MYndbandið var eitt af þeim gögnum sem lögreglan leyndi.

Svo var því haldið fram að fórnarlambið hefði verið geðsjúkur og fyllibytta, En krufningin afsannaði það. Þetta hafði bara verið lygaorðrómur frá lögreglunni.

Lögreglan í Kanada var fyrir ekki löngu síðan mjög virðuleg stofnum. Taser-væðingin er avo gott sem búin að eyðileggja það.

Talandi um lygar og áróður....þá birti stöð 2 frétt um þetta mál fyrir um ári þar sem allar lygarnar frá lögreglunni úti voru étnar upp, sagt var að maðurinn hefði verið geðsjúk fyllibytta, Taserinn ekki valdið dauðanum......etc

Þessi frétt var byrt EFTIR að lögreglan úti var búinn að leiðrétta "mistökin" og draga til baka eigið bull. Þetta var gert eftir að gögn svo sem myndbandsupptakan, vitnisburðir frá öðrum vitnum og krufning, ásamt öðru, höfðu algerlega afsannað rógburðinn. Þetta mál er ennþá í rannsókn.

Eigandi umboðsins fyrir þessar byssur er einnig dagskrágerðarmaður hjá 365, eða var á þessum tíma......

Öll opinber umræða um þessi tæki hér á landi hefur hingað til verið byggð EINGÖNGU á upplýsingum frá framleiðandanum sjálfum, af vefsíðu frá umboðsaðila.

Kannski að Beggi og félagar gætu athugað AÐEINS betur hvað er áróður, og hvað ekki. Kannski allt í lagi að athuga eitthvað annað en fullyrðingar frá framleiðanda tækjanna og/eða umboðsaðila.....?

Það er t.d. lærdómsríkt að atuga hve gífurlegt vandamál misnotkunin á þessum tækjum er í USA og Kanada, og það í löndum sem hafa innra eftirlit með lögreglunni. Hér er ekkert slíkt eftirlit...

Furðulegt hve margir líta niður á mannréttindasamtök hér á landi, og fjölmiðlar þá sérstaklega. UCLA og Amnesty hafa fylgst með þessum tækjum en Mogginn og félagar birta ekki svoleiðis...

magus (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 15:50

13 identicon

Ég vill að lögreglan hafi það sem hún þarf að hafa. Ef það er mat manna að það sé þörf á þessu þá eiga þeir að hafa þetta. Ég get ekki séð að við þurfum að vantreysta lögregluni okkar og ef við treystum þeim fyrir að vera með kylfur án þess að ganga í skrokk á fólki að óþörfu ættum við að geta treyst þeim fyrir þessu líka.

óli (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 19:33

14 identicon

Tinna: Já ég er að halda því fram að það sé hjartveikum jafn hættulegt eða jafnvel hættulegra að lenda í líkamlegum átökum við lögreglumenn en að fá í sig Taserskot. Og bara þessi fullyrðing þín að 50.000 volt fari í gegnum líkamann segir mér að þú þekkir tækið ekkert. Enda eru það yfirleitt þeir sem vita minnst sem hafa hæst.

Magus: Ertu til í að benda á link inn á fréttina þar sem kanadíska lögreglan "leiðréttir mistökin og drógu til baka eigið bull"? Geturðu jafnframt bent á "gífurlega misnotkun" á þessum tækjum í öðrum löndum en USA og Kanada? það er víst verið að nota þessi tæki með góðum árangri í hátt í 50 löndum.  

Ég get ekki betur séð en að mogginn vitni í þvælu Amnesty um þessi tæki. Reyndar passa þessi samtök sig á því að tala aldrei um að þessi tæki drepi fólk heldur að fólk hafi látist eftir að þeim hafi verið beitt á það. Það er náttúrulega tvennt ólíkt og við krufningu kemur yfirleitt annað í ljós. Það eru síðan bloggarar eins og þú sem grípa Amnesty-þvæluna á lofti og fullkomnið lygina. 

Ég er sammála Óla. við eigum að treysta lögreglunni fyrir þeim tækjum sem þeir þurfa. Í það minnsta sýna kannanir að þjóðin treystir lögreglunni. 

Beggi (IP-tala skráð) 28.7.2009 kl. 23:24

15 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þeir sem hafa látist eftir að hafa orðið fyrir Taser hefðu sumsé að þínu (væntanlega hálærða læknisfræðilega) mati, látist án aðstoðar rafstuðsins?

Hvaðan koma þínar upplýsingar, Beggi?

Hversu margir heldurðu að treysti löggunni til að höndla stuðbyssur af skynsemi og ábyrgð? Hversu margir þurfa að deyja "af tilviljun" eftir stuð til að fólk hætti að treysta löggunni? Viltu ekki allt eins láta lögguna hafa byssur...hríðskotariffla...handsprengjur? Þú treystir þeim alveg fyrir svona löguðu er það ekki?

Ég vil frekar hafa varann á en að láta lögregluna hafa mögulega banvænt vopn sem engin þörf er fyrir. Það hefur jú komið fyrir að okkar lítt vopnaða lögregla misnoti vald sitt - það er engin ástæða til að halda að slíkt framferði gufi upp um leið og þeir fá Taser í beltið.

Hversvegna er þér annars svona illa við Amnesty?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.7.2009 kl. 00:22

16 identicon

Tinna og þið hin sem treystið lögregluni svona illa þurfið aðeins að hugsa ykkur um áður enn þið farið að bulla. Hvað hafa þeir í sérsveitini drepið marga hér? hvað eru margir dauðir og örkumla eftir kylfur lögreglunar?

Lögreglan í USA er þekkt fyrir ofbeldi og hrottaskap og það að þeir drepi fólk með Taiser er ekki að koma neinum á óvart,þeir drepa fólk líka með kylfum og ég tala nú ekki um skammbyssum sem þeir draga upp þurfi þeir að hafa afskipti af 6 ára barni í skólanum!

Það hefur margsinnis gers hér að það hefur verið ráðist á lögregluna og þá hafa þeir verið í þeirri stöðu að hafa ekki það sem þeir þurfa til að verja sig. Sjálfur var ég oft handtekin hér áðurfyrr fyrir slagsmál og rugl niður í bæ. Ég varð aldre fyrir því að þeir notuðu kylfur eða gas á mig því þeir greinilega mátu það svo að ekki væri þörf á því. Lögreguofbeldi er nánast óþekt hér og við getum vel treyst lögregluni okkar til að fara með þessi tæki af ábyrgð.

óli (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 12:49

17 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Myndirðu líka treysta þeim fyrir skammbyssum, Óli?

Það þarf ekki nema einn pirraðan lögreglumann sem hefur gleypt við áróðri TASER um að stuðbyssur séu skaðlausar til að skaða einhvern. Ætli þeir myndu svo ekki geyma eins og eina uppi á hinni dularfullu "þriðju hæð"...

Ég treysti löggunni upp að vissu marki. Reynsla mín af henni hefur hins vegar einkennst af hroka, valdasýki og óhjálpsemi. 

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.7.2009 kl. 13:56

18 identicon

Vonandi þarf aldrei að koma til þess að þeir þurfi að vera vopnaðir skammbyssum. Enn ég mundi treysta þeim já. Hvaða "þriðju hæð"ertu að tala um?? Ekki ertu að gefa í skin að þeir séu að pína fólk þar er það? Ég er ekki að fatta þetta vantraust á lögregluna. Hvað hefur td sérsveitin skotið marga síðustu ár? og er Grensársdeild full af fólki sem er örkumla eftir lögreglukylfur?

Ég er eingin sérfræðingur um Taiser,ég er ekki læknir eða e h rafmagnsfræðingur. Enn ég er búinn að vera að lesa töluvert um þetta á netinu og það er talað um það að þetta hafi verið ransakað vel og mikið þá sérstaklega í usa og uk enn einnig víðar og þetta á að vera skaðminna enn td kylfa.

Auðvitað væri það best að lögreglan þyrfti ekki einusinni að vera með handjárn enn raunveruleikinn er bara annar því miður.

óli (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 15:03

19 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

Þú verður að átta þig á því að margar af þessum rannsóknum eru kostaðar af framleiðendum og því hugsanlega ekki 100% hlutlausar, sbr. vitnisburð  Dr. Zian Tsengsem ég benti á hér að ofan. Taser-fyrirtækið bauð honum "styrk" gegn því að hann "íhugaði vandlega" niðurstöður rannsóknanna. Ef valið stendur á milli orða Amnesty International og orða vinalega vopnafyrirtækisins, hugsa ég að ég velji Amnesty.

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 29.7.2009 kl. 15:35

20 identicon

Ég sé að LLH klúbburinn (litli lögguhatara klúbburinn) lifir góðu lífi. Tinnu er fyrirgefið fáfræðin í þessum málaflokki. Flestar rannsóknirnar á þessu tæki eru óháðar og margar gerðar af opinberum aðilum. Ég benti á eina í færslu númer 10. Síðast í dag bárust fréttir frá Bretlandi þar sem vopnaður maður var yfirbugaður með Taser á Gatwick flugvelli. Staðreyndin er sú að þau tilfelli þar sem illa fer eru algjör undantekning. En fólk eins og Tinna lætur eins og þessu sé öfugt farið. 

Og Tinna, ég hef engan heyrt halda því fram að þessi tæki séu skaðlaus. En þau eru sannanlega skaðlausari og öruggari ef rétt er með þau farið eins og margt annað í þessari veröld. Allri valdbeitingu fylgi áhætta sama hvaða meðul eru notuð.

Beggi (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 17:58

21 identicon

Þetta er hárrét hjá Begga. Ef að td lögregla þarf að handtaka 100kg mann í góðu formi sem jafnvel kann e h fyrir sér í sjálfsvörn þá er það mikið mál fyrir 2 reynda lögreglumenn að taka hann án þess að hann slasist eða jafnvel þeir sjálfir meiðist. Ef að viðkomandi væri td gefið stuð þá væri hægt að járna hann án þess að hann skaði sjálfann sig og aðra.

Mig rennir nú grun í að Sjóveikur,Tinna ofl sem eru að tala gegn þessu hérna séu vinstrisinnaðir mótmælendur sem elska að standa í útistöðum við lögguna á milli þess sem þau sjóða e h viðbjóð í pottum og éta upp úr því í mannlausum húsum sem þau telja sig eiga.

Þetta er samt ekkert voðalega flókið. Ef fólk hlíðir lögregluni og er ekki að skipta sér af því sem fólki ekki kemur við td þegar verið er að handtaka fólk þá meiðist engin og ekki þarf að meisa neinn eða snúa niður.

óli (IP-tala skráð) 29.7.2009 kl. 18:35

22 Smámynd: Tinna Gunnarsdóttir Gígja

"Mig rennir nú grun í að Sjóveikur,Tinna ofl sem eru að tala gegn þessu hérna séu vinstrisinnaðir mótmælendur sem elska að standa í útistöðum við lögguna á milli þess sem þau sjóða e h viðbjóð í pottum og éta upp úr því í mannlausum húsum sem þau telja sig eiga."

"Ég sé að LLH klúbburinn (litli lögguhatara klúbburinn) lifir góðu lífi."

Merkilegt. Má ég prófa líka? Beggi og Óli eru greinilega hægrisinnaðir fasistar sem elska að sjá lögregluna pynta saklausa borgara á milli þess sem þeir spila skotleiki í kjallaranum hjá mömmu og pabba í Garðabænum.

Það er síðan mikill misskilningur að ég hati lögguna. Ég hins vegar veit að lögreglumenn eru einmitt bara menn, hvorki betri né verri en aðrir (þó óneitanlega laði starfið að sér ákveðnar týpur), auk þess sem lögreglan hér stríðir nú við mikinn fjárskort og manneklu, sem verður þess valdandi að margir lögreglumenn þurfa að vinna langar vaktir undir miklu álagi, sem er ekki ástand sem er til þess fallið að minnka hættuna á misbeitingu valds eða vopna.

Ég tók það fram að mín persónulega reynsla af löggunni væri ekki góð, en að ég treysti henni upp að vissu marki. Þessi reynsla felst ekki í átökum við lögregluna, heldur hef ég einmitt leitað aðstoðar hjá henni. Viðtökurnar hafa nánast alltaf verið fremur kaldar og hrokafullar og hefðu aðgerðir -eða öllu heldur aðgerðaleysi- löggunnar í einu tilfellinu getað haft mjög alvarlegar afleiðingar.

"Staðreyndin er sú að þau tilfelli þar sem illa fer eru algjör undantekning. En fólk eins og Tinna lætur eins og þessu sé öfugt farið."

Ég hef hvergi haldið því fram. Ekki allir karlmenn nauðga, má ég þá ekki vera á móti nauðgunum? Mér er alveg sama þó þetta sé í minnihluta tilfella, þetta á ekki að gerast. Þessvegna á ekki að láta lögregluna hafa Taser fyrr en áreiðanlegar, óháðar rannsóknir eru komnar fram, sem er einmitt það sem Amnesty fer fram á. Ef þú segir að rannsóknirnar séu óháðar en Amnesty segir að þær séu það ekki, hversvegna ætti ég frekar að trúa einhverjum "Begga" úti í bæ en stærstu og virtustu mannréttindasamtökum heims?

Þú svaraðir annars aldrei spurningum mínum, Beggi: hví er þér svona illa við Amnesty og hversvegna kallarðu Braidwood sirkus?

Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 30.7.2009 kl. 00:19

23 Smámynd: Páll Geir Bjarnason

334 látnir á 8 árum í heiminum öllum. Það er auðvitað sorglegt en hlutfallslega örugglega nálægt núllinu. hugsa að fleiri hafi látist af kylfum, berum höndum eða hreinlega rölt fram af björgum með piparúða í augunum á þessu tímabili í heiminum.

Páll Geir Bjarnason, 30.7.2009 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Valgeir Árnason

Höfundur

Valgeir Árnason
Valgeir Árnason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband