Af hverju má ekki koma fram við glæpamenn eins og þeir séu glæpamenn?

Já, þetta er svo skemmtileg pæling. Það er frábært að sjá hversu vel við hlúum að glæpamönnum. Þeir hafa margföld réttindi á við hinn almenna borgara. Þetta kerfi svínvirkar, og hefur fjöldi glæpamanna aukist mjög, enda eftirsóknarvert að komast í þennan fríðindaklúbb. Jú, eins og hefur áður sannast: Ísland - BEST FYRIR GLÆPAMANNINN!!
mbl.is Alvarleg mistök við handtöku fimm pilta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þekki ekki þetta tiltekna mál og veit því ekkert hvort að hið áætlaða fíkniefnabrot átti við rök að styðjast eða ekki. Enda kemur það ekki fram í fréttinni. En miðað við bloggfærsluna þína er ekki annað að sjá, en að þú sért þeirrar skoðunar að ef þú,maki þinn, foreldrar þínir eða börn væru handtekinn og grunuð um fíkniefnabrot þá væri í lagi að hátta ykkur og svipta ykkur réttinum til símtals þó svo að þið væruð aðeins grunuð um brotið. Alveg burt séð hvort þið væruð sek eða saklaus. 

Sigurður Eðvaldsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 17:21

2 identicon

Það má reyndar benda á það að handteknir hafa ekki "rétt" á símtali eins og í Bandaríkjunum þótt það sé eðlilegt að fólk haldi það þegar það sér mest bíómyndir. Sakborningar eiga rétt á því að nánustu aðstandendur séu látnir vita af handtökunni, en ef rannsóknarhagsmunir krefjast þess má fresta því um ákveðin tíma.

Magnús Ragnarsson (IP-tala skráð) 10.11.2010 kl. 21:10

3 identicon

Unglingar sem eru að fikta í neyslu teljast seint til glæpamanna

Vonum að þeir sem deila út eitrinu fái sömu örlög og réttilega því þeir eru krabbameinið í þjóðfélaginu og eru innan raða lögreglunar eins og víðar annarstaðar

Ísland er ekki frábrugðið öðrum löndum hér þrífst sama spillingin og mútuþægnin og alls staðar anarstaðar og jafnvél meira hér því maður þekkir mann í svona litlu samfélagi

Árni (IP-tala skráð) 11.11.2010 kl. 03:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Valgeir Árnason

Höfundur

Valgeir Árnason
Valgeir Árnason
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband