Þarf að hækka kröfur varðandi meirapróf?

Ég vill geta keyrt alla þá bíla og farartæki sem ég kem að, þar sem ég er alinn upp í sveit og ýmsum tækjum vanur. Hins vegar þegar maður sér svona atvik, þá hreinlega spyr maður sig hvort það þurfi að hækka kröfur varðandi meira próf. Þarna er augljóslega aðili á ferð sem ber ekkert skyn á það hvaða farartæki hann er á og er því stórhættulegur öðrum vegfarendum. Þarna ber ekki vott um skynsemi, og það er því varla að maður þori að ferðast um vegi landsins, því maður veit aldrei hvernær svona vitleysingur verður á vegi manns. Og ekki halda að þetta sé sá eini. Það er ótrúlegt að sjá hvernig sumir keyra í engu skyggni. Ég er sammála því að það er furðulegt að það séu ekki fleiri banaslys. Og sérstaklega eftir þessar predikanir í reykjavík um að nagladekk séu óþörf þar, þá skulu þeir aðilar líka halda sig í reykjavík og fara ekki út á landsbyggðina.
mbl.is Lá við banaslysi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Svona atvik koma ekkert við hvort erfitt sé að ná í meirapróf eða ekki en afturá móti eru þessar próf reglur alveg út í hött. Hér er fólki mismunað eftir aldri þ.e. fæðingadegi. Sem dæmi í bandaríkjum er hugmyndafræðin Önnur. Það máttu með venjulegt próf keyra bíl með 16 farþegum en það skiptir ekki máli þótt bíllinn sé 20 farþega. Meirapróf þá þarft þú að fara í viðurkenndan skóla og keyra svo sem annar bílstjóri í einhver tíma þ.e. á stóru trukkunum semsagt lærlingur en minni trukka  þá er það undir fyrirtækinu hvort þeir sleppa mönnum á bílanna sína. Þetta er heilbrygðari hugmyndafræði en evrópu dæmið 

Valdimar Samúelsson, 3.11.2010 kl. 09:38

2 identicon

Það kemur hvergi fram að þetta sé meiraprófbifreið.

Stór amerískur pallbíll getur verið dodge 2500 eða ford f250 eða aðrir minni pallbílar sem þarf ekki meirapróf á.

Þú þarft ekki almenna skynsemi til að ná bílprófinu, bara þekkja gildrurnar. 

Dagur Torfason (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 11:56

3 identicon

Ég var á feðinni í morgun á stórum bíl og það var ekki stikuskygni og svo kom lítil japönsk dós og tók frammúr mér,ef hann hefði lent  framaná öðrum bíl hefði það verið mér að kenna??

Ertu viss um að þetta slys hafi verið ökumanni ´mokstursbílnum að kenna?

stjani (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 11:58

4 identicon

Hvað kemur þetta meiraprófi við???

Herbert (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 12:33

5 identicon

Hmm kannski hugsa eða jafnvel lesa greinina áður en byrjað er að blogga bull

Steini (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 12:50

6 identicon

Vegagerðabíllin var að vinna við hálkuvörn þarna,vegna mikillar hálku sem var þarna.

Anna Scheving (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 13:52

7 identicon

Ætlaði nú bara að benda honum Degi á að Dodge 2500 og Ford F250 eru báðir meiraprófsbílar. Annars er ég að hluta sammála bloggara, kröfurnar eru ekki neitt sérstaklega háar í meiraprófinu. Fer samt meira í taugarnar á mér að foreldrar mínir sem báðir eru á sextugsaldri, hafa réttindi til að setjast undir stýri á bílum sem að eru allt að 7 og 1/2 tonn... Held að það sé frekar ástæðan (eða allavega hluti af henni) fyrir mörgum þessara slysa...

Grimsi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 14:56

8 Smámynd: Hilmar Einarsson

Þetta óhapp kemur meiraprófi hreint ekkert við. Menn geta orðið fyrir því óhappi að einhverjir dúndri aftan á þá sama hvaða tegund ökuréttinda þeir eru með.

Þannig að það sé á hreinu. Jepplingurinn ók aftan á vegagerðarbílinn.

Hilmar Einarsson, 3.11.2010 kl. 22:56

9 identicon

Ef ég skil bloggara rétt að þá var hann að setja út á akstur bílstjóra pallbílsins sem keyrði aftan á jepplinginn, en á marga slíka pallbíla þarf aukin ökuréttindi... Vandamálið er hinsvegar að ef þú hefur tekið bílprófið fyrir ákveðinn tíma, þarftu ekki aukin ökuréttindi á þessa pallbíla sem að mínu mati ætti þó að vera skýlaus krafa! Ég geri mér þó grein fyrir því að það er ansi langsótt, þar sem að íslensk lög geta ekki verið afturvirk (nema í einhverjum tilfellum þar sem þau eru ívilnandi) eða það var mér allavegana kennt á sínum tíma í lögfræðinni...

Grimsi (IP-tala skráð) 3.11.2010 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Valgeir Árnason

Höfundur

Valgeir Árnason
Valgeir Árnason
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband