Hvers vegna færum við ekki öskudaginn?

Þessi dagur er dagur barnanna, og því skil ég ekki hvers vegna við færum ekki öskudaginn fram í td apríl eða maí, þegar veður er orðið skaplegt. Núna er rok og skafrenningur, og því eru einu börnin á ferð, þau sem eru svo heppin að eiga foreldra eða aðra að sem geta keyrt þau á milli staða á bílum. Ég skil ekki af hverju við látum þau dröslast áfram í snjónum og kvabba á sínum foreldrum í stað þess að geta labbað á milli staða í betra veðri en er nú.

Það þýðir ekkert að ræða gamlar hefðir eða að þessi dagur sé á almanakinu, þetta er gert fyrir börnin. Léttum okkur og þeim vesenið og færum daginn!


mbl.is Öskudagur tekinn snemma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Víðir Benediktsson

Hugmyndin er ágæt en við Akureyringar erum fastheldnir á hefðir. man eftir því sem barn að það var gengið á milli í hvaða veðri sem var. Hér í bænum er Öskudagurinn heilagur og held að fyrr frjósi í Helvíti en hróflað verði við Öskudeginum. Foreldrar eiga að sjá til þess að börnin séu vel klædd og þá fer allt vel. Að mínu mati er orðið of mikið um að börnin séu keyrð á milli staða. Þetta er fimm klst. prógramm og ef vel er að staðið er allt í góðu þó blási aðeins.

Víðir Benediktsson, 25.2.2009 kl. 09:01

2 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Færa öskudaginn! Neinei... enda getur veðrið orðið snarvitlaust í apríl og maí líka.

Heiða B. Heiðars, 25.2.2009 kl. 09:04

3 identicon

Vissulega getur veður verið leiðinlegt í apríl og maí. Hins vegar eru líkurnar á "góðu" veðri tölvuvert betri, heldur en núna í febrúar. En, jú, ég kannast við þessa tilfinningu að þau skuli vaða út í þessu veðri fyrst ég þurfti þess á mínum yngri árum......

Valgeir (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 09:12

4 identicon

Já! Góð hugmynd. Svo skulum við líka færa jólin fram í janúar, vegna þess að þá er allt svo ódýrt, útsölur og svona. Sumardaginn fyrsta skulum við síðan miða við fyrsta daginn sem hitinn fer yfir 15 stig hvert sumar. Ég vil líka færa páskana fram í júní og svo legg ég til að 17. júníhátíðahöld verði framvegis haldin 21. ágúst. 

Hættu þessarri vitleysu. Börn hafa bara gott af því að vera úti í smá kulda og snjó. Heldur þú kannski börnunum þínum inni allan veturinn? Eða keyrirðu þau til og frá skóla og gefur þeim leyfi til að vera inni í öllum frímínútum? Hefurðu kannski ekki heyrt um hlý föt?

Gunnhildur (IP-tala skráð) 25.2.2009 kl. 11:05

5 identicon

sammála síðast ræðumanni.  Það er ekki hægt að færa til eftir þörfum þessa daga.  Þetta öskudagsrölt á börnum er frekar nýtt fyrirkomulag. 

truntan (IP-tala skráð) 26.2.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Valgeir Árnason

Höfundur

Valgeir Árnason
Valgeir Árnason
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband