11.9.2009 | 19:17
BURT MEÐ SÓÐANNA!
Þessu fagna ég, og á ég að segja ykkur af hverju? Ég er hundleiður á helv.... sígarettustubbonum sem liggja út um allar götur og gangstéttar. Það er viðbjóður að sjá börn taka þetta upp, og jafnvel smakka á. Ég verð feginn að losna við þennann sóðaskap sem kemur frá reykingafólki. FÓLK ER FÍFL! að henda þessu út um allar trissur.
BURT MEÐ (að minnsta kosti) SÍGARETTUR!
Tóbak verði tekið úr almennri sölu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Valgeir Árnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Tek undir það að ég vill alveg losna við stubbana af götunum og gangstéttum. En þó þú bannar eitthvað helduru virkilega að fólk hætti þessu bara? Við losnum kannski við mest alla stubbana af götunum, en upprunalega vandamálið verður ennþá til staðar.
Daníel Sigurður Eðvaldsson, 11.9.2009 kl. 19:25
Já endilega burtu með sóðana, leggjum líka bann á sölu áfengis, grænmetis og annarar matvöru. sláum í potta og pönnur fyrir framan Mcdonalds og bönnum skyndibita, tala nú ekki um ruslið sem er hent út um gluggana á bílum þegar þessum varningi hefur verið innbyrt. hmmm hvað á að banna meira????
hvað með bensín?? það meingar okkar dýrmæta andrúmslof sem er svo upp fullt af eytur efnum að sígarettur blikna við hliðina á því. Bönnum flug yfir íslandi því ég veit ekki betur eða rétt að segja vissi ekki betur en að skólpi og öðru rusli er sturtað yfir okkur.
VERUM FYRSTA LAND Í HEIMINUM SEM BANNAR ALLT, VERUM NEYSLULAUS ÞJÓÐ OG HÆTTUM AÐ LIFA
Gisli (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 19:35
Það er bannað að reykja kannabis, er það að stoppa fólk? ef bann er á sígarettum þá mun það vera í undirheimum og verður hluti af fíknefnahringjum.
hallur (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 19:41
Margt af þessum hugmyndum læknafélagsins eru svo vitlausar og barnalegar að maður hefði ekki trúað því að háskólamenntaðir menn létu svona þvælu út úr sér.
"Auglýsingar, t.d. á kappakstursbílum eða í íþróttaútsendingum, verði takmarkaðar með því að skylt verði að útmá auglýsingarnar í t.d. sjónvarpsútsendingu eða tímariti. "
Hvernig í ósköpunum ætla menn að fara að þessu. Á að vera fólk í því sem vinnur við það að rífa tóbaksauglýsingarnar úr þessum tímaritum! Ætla menn svo að vera í því að "blörra" tóbaksauglýsingarnar í formúlunni eða klippa á dagskránna þegar sést í tóbaksauglýsingu!! Ég efast stórlega um að mikið af þessum hugmyndum standist EU lög.
Hinsvegar er allt sem tengist því að minka tóbaksneyslu af því góða en menn verða að vera raunsægir.
HH (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 20:07
Sköpum fleiri glæpamenn! Það hlýtur að minnka kostnað Ríkissjóðs!
Skorrdal (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 20:08
hahahaha fíklarnir að fríka út af ótta :D
Glæsileg frétt. Ég er einn af þeim sem fékk alskonar öndunarfærissjúkdóma vegna óbeinna reykinga á barnsárum. Núna fær þetta lið sem veldur sjálfum sér og samfélaginu bæði heilsufarslegum og efnahagslegum tjóni að skjálfa á beinunum.
Glæstar tillögur og þjóðfélagslega og þjóðheilsulega rétttlætanlegar.
P.S það verður enginn háður Macdonalds eða kexi og það skaðar ekki næsta mann ef maður er að éta það við hliðina á honum.
Ferlegir kjánar hérna á ferð.
Már (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 21:38
Nú er ég tóbaksfíkill til u.þ.b. 10 ára. Leyfðu mér aðeins að segja þér frá minni hlið.
Ég byrjaði að reykja, ekki vegna þess að ég taldi mig yfir fíknina eða skaðlegheitin hafin. Ég byrjaði vegna þess að ég var þunglyndari en kölski sjálfur og hreinlega skítsama um lífið sjálft, hvað þá að ég gæti lent í einhverjum heilsufarsvandamálum áratugum seinna. Það var ekki með í heimsmynd minni að lifa í eitt einasta ár í viðbót, hvað þá marga áratugi.
Nú er ég kominn yfir þunglyndið með hjálp þunglyndislyfja, en ég er ennþá háður tóbaki. Vitaskuld sé ég eftir mistökunum sem ég gerði á sínum tíma og ég hef reynt að hætta margsinnis, og nú skal ég aðeins segja þér frá því hvernig það er.
Fyrstu tímarnir eru rétt svo óþægilegir. Eftir kannski 10-15 tíma kemur sígaretta í hugann við hverja athöfn og ég get ekki hætt að hugsa um þær. Daginn eftir líður mér aðeins skárr, þar til eftir nokkra tíma þegar löngunin verður óbærileg. Ég verð pirraður yfir minnstu smámunum. Pirringurinn, og sígarettur sem eru stanslaust í hausnum á mér gera það að verkum að ég verð bókstaflega ófær um að gera einföldustu verk án þess að klúðra þeim annaðhvort sökum einbeitingarskorts eða pirrings.
Þetta hefur keðjuverkandi áhrif og gengur í marga daga. Eftir þá daga grípa mig nokkrar sekúndur af hreinni geðveiki þegar ég finn sígarettulykt og ég myndi borga nánast hvað sem er fyrir eina enn. Bara eina enn.
Ég held það út í nokkrar vikur, svo fæ ég mér örfáa bjóra. Þá skyndilega kikkar inn fíknin og geðveikin tekur við. Ég gleymi því strax hvers vegna ég hætti að reykja. Ég gleymi vondu lyktinni, fíkninni, kostnaðinum, heilsubrestinum og auðvitað taumlausa helvítis moððerfokkin fordóma frá fólki eins og þér.
Ég fell og mér líður eins og mesta aumingja í heiminum.
Að hætta að reykja er ekki bara spurning um viljastyrk, engu frekar en að hætta að vera geðsjúkur almennt. Fíkn er réttilega skilgreind sem geðsjúkdómur sem er ekki hægt að einfaldlega banna burt. Fólk með fíkn mun gera það sem þarf að gera til þess að svala fíkninni.
Að banna þetta mun einungis tryggja ennþá stærri hlutdeild fíkniefnamarkaðs sem þegar er of stór og of neðanjarðar.
Það væri rosalega gott ef allur heimurinn gæti snúist við eftir þínum geðþótta og leyft þér að lifa í heimi þar sem þú þarft aldrei nokkurn tíma að upplifa þvílíka aðra eins martröð og að sjá hvítan sprota á götunni.
Ef það að svo mikið sem sjá stubba á götunni er virkilega stórt vandamál í þinni heimsmynd, þá öfunda ég þig mikið, félagi og bróðir.
ALLTAF, ALLTAF, ALLTAF þegar einhver stingur upp á að hækka tóbaksverð, þá gengur það í gegn. Ekkert tillit er tekið til þess að það sé actual vandamál að hætta að reykja og að kannski séu sumir með aðeins of mikið á sinni könnu til að taka á sig það að hætta að reykja þegar þér og öðrum puntdúkkum dettur í hug. Hvað ef ég er að ganga í gegnum skilnað eða atvinnumissi, eða nokkuð annað, þegar mér ber að gjöra svo vel að hætta að reykja?
Það er búið að banna reykingar á kaffihúsum, meira að segja tiltekin reyklaus svæði eru bönnuð. Það kostar morðfjár að reykja. Það erum við reykingamenn sem endum á spítalanum með þessa hryllilegu sjúkdóma sem fólk eins og þú kvartar og kveinar yfir þeim LÚXUS að þurfa einungis að borga í peningum.
Hvernig væri að sýna SMÁ samúð? Ekki mikla, bara smá. Bara pínupons væri nóg.
Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 11.9.2009 kl. 22:04
Lækkum verð á sígarettum. Bönnum rauðvínssósur.
Grefillinn Sjálfur - Koma svo! (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 00:15
Allavega hér eru nöfninn á fólkinu í þessari tókbaksnefnd
http://www.lis.is/Groups/Info.aspx?ID=101
Friðrik Páll Jónsson
Kristinn Tómasson
Valgerður Á. Rúnarsdóttir
Lilja Sigrún Jónsdóttir (formaður)
Kristinn Tómasson
Friðrik E. Yngvason
Þetta eru opinberar upplýsingar og fólk hefur rétt að vita hverjir eru í þessari nefnd
Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:12
Tek undir með Helgi Hrafni.
Og þér líka Valgeir, fólk er svo sannarlega fífl og þú ert ekki undanskilinn.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.9.2009 kl. 13:27
13:00 Þingsetning: Birna Jónsdóttir, formaður Læknafélags Íslands.
Kosning fundarstjóra
Ávarp: Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra
13:15-13:45 Reykingatengdir sjúkdómar, einn faraldur, allar sérgreinar læknisfræðinnar.
13:45-14:00 Tóbaksfíkn: Valgerður Rúnarsdóttir, læknir.
14:00-14:15 Hagfræði tóbaksnotkunar: Kristín Þorbjörnsdóttir, hagfræðingur.
14:15-14:30 Lyfja- og eiturefnafræði tóbaks: Magnús Jóhannsson, prófessor.
14:30-14:45 Reykingar, faraldur eða frjálst val?: Ástríður Stefánsdóttir, læknir og siðfræðingur.
14:45-15:00 Kaffihlé.
15:00-16:30 Vinnuhópar
16:30-17:00 Forsvarsmenn vinnuhópa kynna ályktanir þeirra.
17:00 Tóbaksvarnaþingi slitið. Kristján G.Guðmundsson, læknir.
Ég er búinn að hafa samband við sumt af þessu fólki og fæ engin svör um hverjr kusu já eða nei Lýðræði á Íslandi my ass. Ég hvet alla til að hafa samband við þetta fólk og krefjast upplýsinga eins og að gerast í eðilegum lýðræðisríkkjum!
Alexander Kristófer Gústafsson, 12.9.2009 kl. 13:44
"
Tek undir með Helgi Hrafni.
Og þér líka Valgeir, fólk er svo sannarlega fífl og þú ert ekki undanskilinn.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 12.9.2009 kl. 13:27 "
Gott og vel J. Einar valur Bjarnason Maack.....kannski ad thú getir heimfaert thetta á áfengissýki og séd ad thad er líka sjúkdómur? Eda er thad kannski til of mikils aetlast af thínu heilabúi?
Helgi Hrafn, hefur thú prófad tuggugúmmí med nikótíninnihaldi? Aumingja Valgeir tharf thá ekki ad góna á stubbana.
Ég er heppinn ad thurfa ekki ad eyda einni einustu krónu í áfengi eda sígarettur. Hef thó prófad ad drekka og reykja en átti í engum vandraedum med ad haetta alveg ad reykja og drekka fyrir mörgum árum. Fólk er bara misjafnt og ég trúi hverju einasta ordi sem Helgi Hrafn segir.
JAAHHAHAH HAHAHAHAHHAH (IP-tala skráð) 12.9.2009 kl. 19:14
Eru börnin þín að tína rusl upp úr götunni og borða það? Þarf ekki að skoða það mál sérstaklega?
Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 10:08
JAAHHAHAH HAHAHAHAHHAH:
Ég nenni ekki að rífast við heigla sem koma ekki fram undir nafni.
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 13.9.2009 kl. 16:31
Hljómar eins og þú haldir að sóðar hverfi með einhverjum boðum og bönnum. Það eru sóðar í hópi reykingarfólks og ekkert fleirri þar heldur í öðrum samfélagshópum. Talsvert betra fyrir barnið þitt að tína upp og smakka sígarettustubb heldur en glerflösku sem dæmi. En skynsemi stoppar ekki fordóma.
Ari Kristinn Gunnarsson (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 22:15
ég er reykingamaður og þess vegna með filter af sigarettum í vasanum ,þegar ég kem heim .ég hef skömm á því að henda sígarettufilter út í umhverfið og yfirleitt rusli.það er líka til skammar hvað (allavega borgaryfirvöld gera fólki erfitt , að losa sig við rusl ,og ég tala ekki um flokkun á rusli.
Árni Kristjánsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.