19.11.2008 | 08:28
Á að umbuna mönnum fyrir að sökkva samfélagi?
Já, koma svo. Endilega rífið ykkur upp úr skítnum. Þið eruð svo sannarlega ekki búnir að vinna ykkur inn eitt eða neitt til að hafa það gott í ellinni. Á meðan ellilífeyrir er skertur hjá landsmönnum, þá telja þeir sig yfir það hafna og skulu lifa sem kóngar! Þvílík skömm. Þetta er eins og að ráða alla sína vini sem fá hvergi vinnu (hver sosum æstæðan gæti verið fyrir því....), borga þeim offjár í laun, lækka laun hjá öllum starfsmönnum, taka af þeim jólabónusinn, og labba svo inn til forstjóranns og biðja um launahækkun. Tja, hvað mynduð þið segja?
Ögmundur, ég er ánægður með þig. Ekki ólíklegt að mitt atkvæði stefni í áttina til þín. Sem leiðir okkur að þeirri spurningu: Af hverju kjósum við flokka, en ekki einstaklinga. Það er löngu sýnt að innan flokka eru spilltir, siðlausir menn (og konur) sem vaða uppi og það er með öllu útilokað að losna við þá einstaklinga. Og ef einhver ætlar að segja "en það yrði stefnulaus stjórn sem myndi myndast með einstaklingum..." Stefnulaus? halló........hafa menn ekki fyglst með alþingi? Ætla menn að kalla þetta stefnu?
Burt með flokka! Kjósum einstaklinga!
Má strax afnema eftirlaunalög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Valgeir Árnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.