5.11.2008 | 08:26
Menn hafa verið settir í steininn fyrir töluvert minna!
Já. nú segjum við stopp! Fari þetta ekki fyrir dómsstóla, og verði menn ekki dæmdir sekir, þá er það augljóst merki um vanhæfni stjórnar hér í landi til að takast á við þessi mál. Því spyr ég: er ekki hægt að fara með svoma mál fyrir erlenda dómsstóla? Ef þetta er ekki stuldur, þá hætti ég að borga mína skatta!
Yfirlýsingin kom frá forstjóra Kaupþings | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Valgeir Árnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, ég er sammála. Í sakleysi mínu hélt ég að gangur mála væri þannig að fólk kaupi hlut í einhverju fyrirtæki, tekur kannski lán með veði í húsinu sínu til að borga hlutinn. Og svo þegar bréfin falla, kannski niður í ekki neitt, þá situr fólk uppi með skuld sem þarf að borga. En síðan kemur í ljós að skuldir "sérstaks" fólk vegna hlutabréfakaupa upp á svimandi fjárhæðir eru bara afskrifaðar, rétt eins og bankarnir hafi vitað að hverju stefndi. Þetta er mismunun af hæstu gráðu og hverjir borga svo brúsann í þessari svikamyllu? Þjóðin. Þessi bankamálarannsókn er það viðamikil að ég er sammála því að utanaðkomandi aðilar með vit á flóknum aðgerðum peningalega hjá ýmsum t.d. stjórnendum bankanna komi að málinu strax. Þar er ég þér sammála. Sjáum hvað það tekur langan tíma fyrir stjórnvöld að komast að því sama. Gangi þér allt í haginn.
Nína S (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:41
Hvorki skattar né húsnæðislán munu fá þessa mjúku meðferð :P En ég styð þig í því að borga ekki skattana, þeim er hvort sem er eytt í ótrúlega vitleysu, svo sem stríðsrekstur og framboð í öryggisráð.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:43
Nú verður gaman að sjá hvort dómsmálaráðherra er samkvæmur sjálfum sér. Elti í mörg ár með tugmilljóna kostnaði Bónusfjölskylduna til að dæma Jón Ásgeir fyrir að nota fyrirtækjakort til kaupa á PYLSU... Hvað ætli yfirmenn bankanna hafi ætlað að sópa burt mörgum "pylsum" út af borðinu og um leið koma kostnaði þeirra yfir á okkur almenninginn
Biggi (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:43
...og rekstur handónýts eftirlitsbatterís
Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:44
Eftir hverju er beðið. Víkingasveitin hefur nú oft verið kölluð út vegna smábófa. Manni hefur eiginlega aldrei þótt hafa verið nein þörf fyrir þessa Víkingasveit.
En afhverju er Víkingasveitin ekki búinn að umkringja hús þessara mestu og verstu bófa og bankaræningja gjörvallrar Íslandssögunnar. Auk þess að hafa komið mannorði þjóðar sinnar í svaðið !
Ég bara spyr! Hvar er þessi stuttbuxnakall úr Samfylkingunni Viðskiptaráðherrann nú að hugsa, er erfitt að fara gegn þessum gæjum af því hann er búinn að vera í svo mörgum snobb-boðum með þeim og hann veltist líka með þeim í einkaþotum þeirra um háalfan hnöttinn ásamt Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur, á erlenda fundi, þar sem þau lofuðu þá og mærðu og sögðu að bankarnir væru svo rosalega, rosalega pottþéttir og sterkir og þetta væru svoooooo góðir gæjar og að þau myndu verja þá fram í rauðann dauðann. Er það þessi Rauði Dauði Samfylkingarinnar sem er kominn yfir okkur núna.
Ef ráðamenn ætla enn að sofa og ekki koma þessari mestu glæpaklíku Íslandssögunnar undir mannhendur þá verður vopnuð uppreisn í þessu landi !
Gunnlaugur Ingvarsson (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:45
Góð athugasemd hjá Bigga, gagnvart ríkinu eru allir sekir ef því skiptir, það er alræðið í verki.
Gullvagninn (IP-tala skráð) 5.11.2008 kl. 08:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.