Ekki var mér boðið!

Það er alveg klárt núna að þetta blessaða menningarhús var byggt undir rassgatið á nokkrum útvöldum einstaklingum til að leika sér með. Okkur er talin trú um að þetta hús hafi verið byggt fyrir okkur, hinn almenna Akureyring. En hvað mætir manni þegar maður ætlar að kíkja á hina "formlegu" opnun: "Þú ert bara plebbi og ræfill. Getur bara kíkt á húsið seinna, þegar mikilvæga fólkið er búið að óhreinka það. Þú skalt borga fyrir það sem ég fæ að leika mér að"

"21:00 - Húsið opnar fyrir gesti og gangandi" GESTI?? GESTUR?? er ég gestur í mínum eigin bæ? Það er ótrúlegt að þessi 2007 hugsun sé enn svo ríkjandi hér. Hér vill "mikilvæga" fólkið ekki sjást meðal almennings. Ekki er hinn almenni Akureyringur nógu merkilegur til að sjá Kristján Jóhannsson syngja, eða Kristján Ingimars á sviði.

Hvað söng Dr Spock hér um árið: "SKÍTAPAKK!"

Stofnaður hefur verið facebook hópur, til þess að gefa fólki færi á að koma skoðunum sínum á framfæri varðandi "þennann yfirstéttarviðbjóð" svo vitnað sé í bloggfærslu sem hitti naglann á höfuðið. Til þess að finna hópinn, skráið ykkur inn á facebook og sláið "Menningarhúsið Hof"  Þá ætti hópurinn "Menningarhúsið Hof - Ekki var mér boðið" að koma upp sem ein af leitarniðurstöðum


mbl.is Glaumur og gleði í Hofi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við Kópavogsbúar gleðjumst yfir því að einn af sölum slotsins hafi verið nefndur eftir miðbænum okkar.

Kópasnobb (IP-tala skráð) 28.8.2010 kl. 22:12

2 Smámynd: Anna Guðný

Mér finnst ég ekkert síðri þó að mér hafi ekki verið boðið í dag. Fannst ótrúlega gaman að mér og fjölskyldunni minni hafi verið boðið á sýningu hjá Freyvangsleikshúsinu um daginn.Upplifði salinn þá.

En auðvitað er endalaust hægt að liggja í sjálfsvorkunn yfir því að maður sé ekki nógu merkilegur pappír.

Anna Guðný , 29.8.2010 kl. 01:06

3 Smámynd: Valgeir Árnason

Ég held að þú hafir ekki alveg verið að skilja bloggið......

 - Ég borga fyrir þessa merkilegu pappíra....það er vandamálið

Valgeir Árnason, 29.8.2010 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Valgeir Árnason

Höfundur

Valgeir Árnason
Valgeir Árnason
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband