Myndi þetta viðgangast í Reykjavík?

Manni er hreinlega spurn, hvað ef maður í Reykjavík hefði verið látinn bíða í 9 klst eftir læknisaðstoð? Hefði ekki öllu verið umturnað? Maður hefur það á tilfinningunni að viðhorf borgarbúa sé: Reykjavík númer 1,2,3,4,5,6,7,8,9 og 10. Landsbyggðin kemur bara einhversstaðar þar á eftir..........
mbl.is Slasaður maður var látinn bíða alla nóttina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ráðsi

Ef þetta hefði gerst í Rvk .á hefðu 2-3000 mans mótmælt við stjórnarráðið og kennt svo lögreglunni um allt saman

Ráðsi, 18.8.2010 kl. 08:15

2 Smámynd: Halldór Björgvin Jóhannsson

Er ekki frekar spurning um hvers konar sparnaður það er að vera með reklstrarkostnað á heilli auka þyrlu sem er ekki hægt að nota samhliða hinni, sem þar að leiðandi gerir hana nokkuð gagnslausa.

Ætli pælingin sé ekki sú að ef önnur bilar þá er hægt að nota hina, rekstrarkostnaður á þyrlu sem ekki er verið að nota að staðaldri er töluvert lægri heldur en hjá þyrlu sem er verið að nota á fullu!

Halldór Björgvin Jóhannsson, 18.8.2010 kl. 09:12

3 Smámynd: LM

Ef þetta hefði gerst í Reykjavík hefði viðkomandi þurft að keyra sjálfur á slysavarðsstofuna og bíða þar í 9 tíma í félagsskap útúrdópaðra ofbeldismanna.

Það hefði heldur ekki komist í fjölmiðla ...

LM, 18.8.2010 kl. 09:21

4 identicon

Það má við þessu að bæta að ef það hefði ekki verið svartaþoka í Grímsey þá hefði sjúkraflugvél frá Akureyri verið innan við 20 mínútur að fljúga þangað.

Sigurður Steinn (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 09:22

5 identicon

LM hefur 100% rétt fyrir sér. Hefur verið athugað nýlega hvað meðalbiðtími er eftir aðstoð á slysó? Jaaa....mín reynsla er sú að það taki daginn að redda einu beinbroti....

ER (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 09:25

6 identicon

Malið er einfalt.Ríkisstjórninn vill útríma landsbyggðinni og fá alla í þéttbyggðir svo hægt sé að selja landið í aðra starfssemi Þetta var út hugsað og er en að gerast.

Kristján Loftur Bjarnason (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 09:35

7 Smámynd: Anna Guðný

Ætla nú rétt að vona að ef þetta hefði gerst í Reykjavík, þá hefði verið kallað á sjúkrabíl. Styttir  biðtíma ansi mikið.

Biðtími á slysadeild einskorðast ekki við Reykjavík. Það er mislangur biðtími hér á Akureyri, ansi langur stundum.

Anna Guðný , 18.8.2010 kl. 09:45

8 identicon

Er þetta ekki frekar spurning um hver það er sem í hlut á? Jón Jónsson má bíða í Grímsey í 9 tíma eftir sjúkraflugi og Jón Jónsson má bíða í 9 tíma á slysavarðsstofunni eftir læknisaðstoð. Það sem er forvitnilegt er hvað hefði verið gert ef þetta hefði nú verið einhver þingmaðurinn eða forstjóri einhvers fyrirtækis? Ætli það hefði ekki verið brugðist öðru vísi við jafnvel þó viðkomandi hefði verið í fríi.....

assa (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 10:39

9 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

ER - því miður hef ég þurft á bráðamóttökunni að halda oftar en einu sinni - mín reynsla er sú að þjónustan þar sé frábær - starfsfólki og spítalanum til sóma - hvort sem um er að ræða í Fossvogi eða á Hringbraut.

Svona yfirlýsing eins og sú sem þú setur fram er fjarri öllu lagi - það fullyrði ég og hafi þetta átt sér stað ( sem ég legg ekki trúnað á ) á það sér skýringu sem vantar inn í færsluna þína. Þetta er rógur af verstu sort. 

Ólafur Ingi Hrólfsson, 18.8.2010 kl. 10:48

10 Smámynd: Hvumpinn

Grunnatriðið er vanmönnun og vanfjármögnun LHG.  En var ekki kostur að sigla með manninn í þokunni til Ólafsfjarðar og þaðan með sjúkrabíl til Akureyrar þar sem meta hefði mátt hvort þörf væri á sjúkraflugi suður?

Of mörg þyrluútköll reynast í raun óþörf, en þar sem sjúklingarnir eru látnir njóta vafans er erfitt að leysa úr því.

Hvumpinn, 18.8.2010 kl. 11:09

11 Smámynd: Ráðsi

Assa! Segjum að Ólafur Ragnar Grímsson hefði verið á hestbaki og dottið af baki og slasast ens og venjan er þegar hann bregður sér á bak, þá hefðu báðar þyrlurnar farið og 1-2 varðskip,,,,,

Ráðsi, 18.8.2010 kl. 15:04

12 identicon

Hafa menn ekki eitthvað val um það hvort þeir búa á eyju sem er án læknis og oft ekki flugfært til vegna veðurs og taki þar með sénsinn á því að upp komi sú staða að menn verði fyrir slysi á meðan 2 þyrlur gæslunnar eru í notkun og ófært með flugi?

Elín Árnadóttir (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 17:33

13 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Ósköp einfalt.

Leggja niður byggð í Hrísey.

Enter at your own risk.

Byggðastefnan er búin. Nú má leggja af þessi pínupleis víða um landið.

Það er ekki réttlætnlegt að dæla peningum í viðhald á einhverju sem getur allt eins verið með mun minni tilkostnaði á höfuðborgarsvæðinu.

Óskar Guðmundsson, 18.8.2010 kl. 17:52

14 identicon

já merkilegt alltaf þetta með valið... viljum við virkilega að fólk gefist bara upp og flykkist í þéttbýlið? jújú fólk á val upp að vissu marki - en það er ekki endilega málið. Er fólk þá bara að taka rangar ákvarðanir í lífinu með því að ákveða að búa úti á landi þar sem þjónusta er af skornum skammti? svona er fólk miklir kjánar að hanga inní afdölum og úti á annesjum! Málið með valið er að það er alltaf hægt að bera það fram sem einhverskonar réttlætingu á misjöfnum aðstæðum... fólk sem slasar sig í fjallgöngum... það átti val um að vera bara heima... á að hjálpa því? ... o.þ.h. Ég efast ekki um að Grímseyingar kysu að hafa lækni hjá sér, það er varla þeirra val að aðstæður séu eins og þær eru - eiga þeir þá bara að fara?

Ragga (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 17:53

15 Smámynd: Garðar Valur Hallfreðsson

ehemm... Óskar, ég held það hafi verið að tala um Grímsey en ekki Hrísey, bara svona útúrdúr

Garðar Valur Hallfreðsson, 18.8.2010 kl. 21:19

16 identicon

Þetta endalausa væl í landsbyggðarmönnum... það er ekki hægt að halda uppi jafn góðri þjónustu í Grímsey og á Höfuðborgarsvæðinu þar sem um 200 þúsund manns búa. Mín skoðun er sú að ef 70% landsmanna býr á einu svæði, ætti 70% fjárlaga að beinast þangað... ekki halda uppi jafn góðri þjónustu hvar sem er og byggja göng fyrir milljarða á milli sveitabæja. Það má kannski kalla mig malbiksbarn, en ég kalla þetta viðhorf jafnræði og er nokkuð sammála ummælum Elínar hér að undan... menn hafa val.

Þór (IP-tala skráð) 18.8.2010 kl. 22:49

17 identicon

Hér var um að ræða þoku sem hamlaði flugi frá Akureyri. Það flug hefði verið besti kosturinn ef framkvæmanlegt hefði verið. Við veljum ekki veður og skyggni og getum ekki gætt þess að detta bara milli skipa ef landhelgisgæslan er til reiðu.

núll (IP-tala skráð) 19.8.2010 kl. 01:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Valgeir Árnason

Höfundur

Valgeir Árnason
Valgeir Árnason
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband