16.6.2010 | 08:16
Hvað getur þú drepið marga menn á 20 mínútum?
"og kom hún á staðinn um 20 mínútum síðar" Vá, þetta er stórkostlegt. Ætli þeir hafi verið uppteknir að skrifa stöðumælasektir einhversstaðar??
Til atlögu vopnaðir hnífum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Valgeir Árnason
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta er til háborinnar skammar, gerist ítrekað í þessu hverfi og sjálfsagt á mörgum öðrum stöðum líka !!
M (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 08:27
Það er kannski lítið að sakast við Lögregluna, spurning um hvort að þetta sé ekki fjárlögunum að kenna ?
Þetta er nú ekki eina dæmið um að lögreglan hafi verið lengi á stað þar sem aðstæður eru vægast sagt hættulegar, var þetta ekki svipað í Barðarstrandamálinu ? Nema þar var lögreglan að ég held meira en hálftíma á leiðinni.
Finnst það til skammar hvað lögreglan er fjársvelt, laun lögreglumanna hafa lækkað, löggæslan í landinu er varla sýnileg lengur, enda eru eflaust allflestir lögreglubílar sem eru á vakt einhversstaðar í felum með radar að reyna að hala inn pening fyrir Ríkissjóð....
Solla Bolla (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 08:28
Ef þið lesið fréttina þá sést að hættan var liðin hjá þegar hringt var eftir aðstoð. En hitt er svo annað hvort stjórnmálamenn hlífa ekki frekar gæluverkefnum þegar verið er að skera niður heldur en því sem snýr að öryggi borgarana á hættustundum.
Einar Þór Strand, 16.6.2010 kl. 08:39
Skítt með það að lögreglan hafi verið 20 mínútur á leiðinni, en að hafa svo ekkert samband aftur er auðvitað vanvirðing við fórnarlömb.
Jón Flón (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 08:47
Ég var einu sinni í samkvæmi fyrir ca. 8 árum síðan (í góðærinu) en þá lentum við í því að ungur maður mætti með haglabyssu sem hann notaði svo til að brjóta rúðu við útidyrnar. Sem betur fer komst hann ekki inn.
En já það var hringt strax í 112 og 15 mínútum seinna komu tveir óvopnaðir lögreglumenn til að taka skýrslu. Sem betur fer hafði árásarmaðurinn gefist upp og forðað sér.
Hversu marga er hægt að drepa á korteri með svona byssu? Svo hefði hann líka bara getað haldið áfram eftir komu lögreglunnar miðað við viðbrögðin þeirra.
Geiri (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 08:58
Það er ALLT of langt að þurfa að bíða í 20 mínótur, eftir svona árás þá þarf lögregla að bregðast skjótt við. Þetta er alveg til háborna skammar.
Ef þeir hefðu komið fljótt hefðu þeir kannski náð árásarmönnunum ef þeir hafa ekki flúið langt, en fyrir utan að þá veitir það fórnarlambinu öryggiskennd að fá lögregluna á staðin heldur en að bíða í von og ótta um að árásamennirnir komi ekki aftur. Þetta hafa verið langar 20 mínótur.
Björn Magnús Stefánsson (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 09:37
Lögreglan kemur bara eftir 20 mínútur. Það tekur tíma að ferðast innan RKV. Úti á landi tekur þetta svona 2-5.
Ef þú nennir ekki að bíða, náðu í þinn eigin hníf.
Ásgrímur Hartmannsson, 16.6.2010 kl. 10:48
Ræðið þetta við hann Steingrím, kannski hlustar hann á ykkur og eykur fjárveitingar í löggæslu í staðin fyrir að skera þær niður
Þá verður kannski hægt að vera með ásættanlegan fjölda manna á vakt, bíla sem bremsa osfrv
ég (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 12:25
Lögreglan ætti að geta farið frá Hafnarfirði til Mosfellsbæjar á 20 mín. Þegar það er neyðartilfelli þá er sett á ljósin og gefið í.
Allt yfir 10 mínútur er óásættanlegt.
Geiri (IP-tala skráð) 16.6.2010 kl. 13:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.