3 mánuði? Þannig að þetta er bara í góðu lagi?

Ja, það er alveg ljóst að ég fer að ganga um götur bæjarins með hníf á mér, ef refsingar eru nú ekki verri en þetta. Það bara margborgar sig að vera vel vopnaður, ef skildi vera ráðist á mann. Það er nú ekki heila málið að sitja inni í 3 mánuði. Alveg merkilegt hvað þetta er lélegt kerfi.
mbl.is Þarf að sitja inni í 3 mánuði fyrir hnífsstungu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta krefi virkar ágætlega. Það að almenningur fái ekki hefndarþorsta sínum fullnægt þýðir ekki að kerfið virki ekki. Ísland hefur mjög lága glæpatíðni og það er alger óþarfi að læsa fólk inni árum saman þegar það virkar ágætlega að loka það inni í nokkra mánuði.

Ef hér væri um að ræða síbrotamann eða eitthvað slíkt, þá myndi ég líka vilja hærri refsingu, en þetta er eldgamall maður með hreina sakarskrá sem játaði brotið skýlaust. Það eru allar líkur á því að þetta hafi verið ummerki einhvers konar heilahrörnunar frekar en að hann sé stórhættulegur samfélaginu.

Ofan á það man hann ekkert eftir atvikum og ég leyfi mér að efast stórlega um að hann hafi "einfaldlega trompast".

Með öðrum orðum er nákvæmlega engin ástæða til að halda honum lengur en í 3 mánuði. Ég tel það ágætt. Nógu langt til að hann finni fyrir því, en nógu stutt til að hann sé þó ekki búinn með ævikvöldið.

Ferlegt alveg, að hlusta á Íslendinga kvarta undan glæpum... prófaðu að búa í Winnipeg í nokkra mánuði góði. ;)

Helgi Hrafn Gunnarsson (IP-tala skráð) 7.6.2010 kl. 23:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Valgeir Árnason

Höfundur

Valgeir Árnason
Valgeir Árnason
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband